LÍFRÆNT ÍSLAND

Lífrænt Ísland er samstarfsverkefni VOR – Verndun og ræktun, Bændasamtaka Íslands og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins til að auka lífræna framleiðslu á Íslandi. Í lífrænni framleiðslu fer saman umhverfisvernd og framleiðsla afurða í hæsta gæðaflokki með lýðheilsu og dýravelferð að leiðarljósi.

LÍFRÆN RÆKTUN

FRÉTTIR, GREINAR OG PISTLAR

LÍFRÆN RÆKTUN

KOSTIRNIR

Enginn tilbúinn áburður

Í lífrænni ræktun er megin markmið að notast við lífræn áburðarefni úr nærumhverfi.  Lífrænn landbúnaður grundvallast á hringrásarhugsun.

Engir hormónar

Strangar reglur gilda um notkun sýklalyfja í lífrænum landbúnaði, og hormónalyf eru bönnuð

Strangar reglur um aðföng

Gerðar eru kröfur um lífrænt fóður fyrir búfé.  Almennt þurfa öll aðföng að standast markmið um sjálfbærni.

Ekkert eitur

Náttúrulegar varnir í stað eiturefna gegn skordýrum og illgresi

Strangir framleiðsluferlar

Það eru strangari kröfur gerðar til framleiðsluaðferðanna. Öll aukaefni notuð í vinnsluna verða að vera af lífrænum uppruna

Vottun háð eftirliti

Lífræn framleiðsla er vottuð af þriðja aðila.  Evrópulaufið er alþjóðlegt vottunarmerki sem staðfestir að staðli um lífræna framleiðslu skv reglum sé fylgt.

20190803_155625
Lífrænn landbúnaður er mikilvægur á tímum loftslagsbreytinga. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að kolefnisbinding er meiri í lífrænt ræktuðum jarðvegi. Losun gróðurhúsalofttegunda er talin vera 40% minni í lífrænum landbúnaði.
ifoam-logo
VOR – Verndun og ræktun er félagi í alþjóðlegu hreyfingu lífrænna framleiðenda, IFOAM (International Federation of Organic Agriculture Movements). IFOAM í Evrópu er megin drifkraftur í mótun lífræns landbúnaðar og lagaumgjörð um hann. IFOAM nær til 117 landa með u.þ.b. 800 meðlimum.
Vallanes - Eymundur Magnússon - Eygló Ólafsdóttir - Móðir jörð - Lífræn ræktun  -  Austurland
Lífrænn landbúnaður varðveitir lífrræðilega fjölbreytni, jarðvegurinn er ríkari af örverum og lífverum sem aðrar lífverur lifa á. Búfé skal hafa rými og aðstæður til að sýna sína náttúrulegu hegðun.
Veldu lífrænt

Lífræn framleiðsla á Íslandi ber með sér fjölbreytt úrval af ferskri og unninni matvöru auk snyrtivöru. Lífræn framleiðsla fylgir alþjóðlegum staðli og reglum sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Framleiðslan er tekin út af þriðja aðila og viðurkennd með vottunarmerki.

Í lífrænum landbúnaði er áhersla lögð á heilbrigði jarðvegs með skiptiræktun og nýtingu staðbundinna lífrænna áburðarefna.

Í lífrænum landbúnaði eru ríkar kröfur um góðan aðbúnað búfjár þannig að dýrin geti sýnt sína náttúrulegu hegðun s.s. varðandi rými og útivist.

Í lífrænni framleiðslu eru gerðar kröfur um að öll innihaldsefni séu af náttúrulegum uppruna. Erfðabreyttar lífverur eru óheimilar.

LÍFRÆN RÆKTUN

HAFÐU SAMBAND

Sendu okkur fyrirspurn