Lífrænn búskapur stuðlar að bæði fæðu- og matvælaöryggi með sjálfbærum hætti

Ég velti því fyrir mér hvers vegna kostir lífræns landbúnaðar eru ekki metnir að verðleikum, sérstaklega nú þegar miklar umræða fara fram um leiðir til að styrkja matvælaframleiðslu, hér sem annars staðar. 

Hvar er landbúnaðarstefnan sem boðuð var í hinni ágætri skýrslu RÆKTUM ÍSLAND! sem kom út seint á liðnu sumri? Þar var m.a. fjallað með jákvæðum hætti um lífræna búvöruframleiðslu. Hvers vegna er hvergi vikið að lífrænum framleiðsluháttum í tillögum Matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands sem kom út um miðjan maí í vor? Hvers vegna kemst sá sannleikur ekki til skila í stjórnkerfinu og hákólasamfélaginu að hægt er að framleiða mikið af hollum og góðum matvælum af ýmsu tagi án þess að nota tilbúinn áburð, eiturefni og erfðabreyttar nytjajurtir? Hver vegna er ekki gert átak í nýtingu ýmis konar lífræns úrgangs sem hráefnis í áburð fyrir lífræna ræktun? 

Nú þarf líka að hugsa til framtíðar, ekki aðeins til líðandi stundar.

Dr. Ólafur R. Dýrmundsson búvísindamaður