Móðir Jörð í Vallanesi leggur stund á kornrækt og fjölbreytta ræktun grænmetis. Ferskt grænmeti og fullunnar matvörur fyrir verslanir og veitingahús. Á staðnum er rekin verslun og veitingahús með grænmetisfæði. www.vallanes.is
Bio Bú

Bio Bú á Neðra Hálsi í Kjós sérhæfir sig í vinnslu og framleiðslu á lífrænum mjólkurafurðum; mjólk, ostum, jógúrti, rjóma og skyri. https://www.biobu.is
Á Sólheimum eru ræktaðir, tómatar, gúrkur, eggaldin, kúrbítur og kryddjurtir. Jafnframt eru þar framleiddar snyrtivörur og sápur og þá er kaffibrennsla á staðnum með lífræna vottun. http://www.solheimar.is/
Kaja Organic á Akranesi framleiðir byggmjólk, byggkaffi, byggkex, pasta, tilbúna rétti og er auk þess eina lífrænt vottaða kaffihús landsins sem og umbúðalaus verslun. https://www.kajaorganic.com
Nesbúegg á Vatnsleysuströnd býður neytendum upp á lífræn egg. Eggin koma frá hænum sem fá lífrænt fóður og hafa aðgang að útisvæði. https://www.nesbu.is/is
Brauðhúsið er handverksbakarí þar sem megináherslan er lögð á að baka næringarrík og góð matbrauð. Í brauðin er notað lífrænt ræktað hráefni og er framleiðslan viðurkennd af Vottunarstofunni Túni. https://www.braudhusid.is/
Villimey framleiðir húðvörur úr einungis íslenskum/vestfirskum jurtum, til heilbrigðis og fegrunar og er með 100% lífræna vottun á vörunum.
Havarí á Karlsstöðum í Berufirði framleiðir snakk úr lífrænt ræktuðu byggkorni frá Vallanesi. Byggið er hitað þangað til það poppast og á sama tíma mótað í stökkar flögur. https://www.bopp.is/
Framleiða lífrænt vottuð te, jurtate, svört te og græn te. Til framleiðslunnar eru bæði notaðar lífrænt vottuðar íslenskar og erlendar jurtir. Hágæða te frá norðurslóðum.
Ytri-Fagridalur er sauðfjárbú með lífræna vottun.
Sóley Organics

Sóley Organics framleiðir íslenskar hágæða húðsnyrtivörur sem byggja á aldagamalli hefð. Vörurnar eru unnar úr villtum íslenskum jurtum og tæru íslensku vatni.
Framleiðsla ilmkjarnaolía á Rauðsgili í Borgarfirði. https://hraundis.is/
SagaNatura
